Óskar Örn fékk blóm og sængurverasett

Óskar Örn Hauksson horfir á eftir Theódóri Elmari Bjarnasyni í …
Óskar Örn Hauksson horfir á eftir Theódóri Elmari Bjarnasyni í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

„Ég hef verið betri, sagði Óskar Örn Hauksson í Stjörnunni eftir 3:1 tap fyrir KR í Vesturbænum í dag þegar leikið var í efstu deild karla í fótbolta, Bestu deildinni

Hann spilaði lengi með KR og var fyrirliði enda var honum fagnað um alla stúkuna þegar nafn hans var lesið upp fyrir lauk auk þess að hann fékk blóm og sængurver frá knattspyrnudeild KR fyrir leik. „Það eru alveg alls konar tilfinningar en ég reyndi að pæla ekki of mikið í því.“

Hins vegar var Óskar Örn ekki eins sáttur við niðurstöðu dagsins.  „Við töldum okkur vera með plan í leiknum en þetta snýst ekkert alltaf um að vera með eitthvað leikplan, þetta snýst um að skora fleiri mörk en hinir og við höfum ekki verið að gera það undanfarið en þetta er bara fótbolti.  Við höfum ekki spilað nógu vel, hvorki í vörn eða sókn eða hvað sem er.

Ég veit ekki hvernig tölfræðin er en við þurfum bara að vinna næsta leik og eiga skilið að vera í efstu sex sætunum en eins og staðan er núna eigum við ekkert mikið skilið.   Það er svo sem slatti af leikjum eftir, hvort sem það er í efri hlutanum eða ekki en við stefnum bara á að gera út um okkar leiki og þá þurfum við ekkert að spá í annað,“ sagði Óskar Örn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert