Kemur mark úr hverri sókn

Magnús Þór Magnússon sækir að Guðmundi Magnússyni á Framvellinum í …
Magnús Þór Magnússon sækir að Guðmundi Magnússyni á Framvellinum í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

„Það var boðið upp á lélega vörn og skemmtun fyrir áhorfendur,“ sagði Magnús Þór Magnússon í samtali við mbl.is eftir ótrúlegan 8:4 sigur gegn Fram í 22. umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu í dag.

Fyrirliðinn var auðvitað ekki ánægður með að fá á sig fjögur mörk, enda varnarmaður, en hann skoraði þó sjálfur eitt mark og kvað þess utan stigin vera það sem skiptir höfuðmáli. „Það er ekki frábært að fá á sig fjögur mörk, við erum ekki sáttir með það en aðalatriðið er að fá þrjú stig. Það er einhvernvegin mark í hverri sókn og stundum er það svoleiðis, menn voru að hafa gaman greinilega.“

Keflvíkingar áttu möguleika á að næla sér í 6. sætið fyrir deildarskiptinguna en þrátt fyrir sigurinn tókst það ekki þar sem Stjarnan vann FH á sama tíma. Magnús segir það  vissulega vonbrigði að vera ekki í efri hlutanum. „Það verður að vera markmiðið núna að vera efsta liðið í neðri hlutanum. Það var okkar markmið að vera í topp sex, en því miður tókst það ekki. Við þurfum núna bara að spýta í lófana, allir Keflvíkingar, og enda mótið vel og ná svo inn í efri hlutann á næsta tímabili.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert