Úkraínska landsliðskonan farin frá Blikum

Anna Petryk er farin frá Breiðabliki.
Anna Petryk er farin frá Breiðabliki. mbl.is/Arnþór Birkisson

Úkraínska knattspyrnukonan Anna Petryk er farin frá Breiðabliki og aftur til heimalandsins, nú þegar tvær umferðir eru eftir af Bestu deildinni.

Petryk kom til Breiðabliks fyrir tímabilið frá Kharkiv í heimalandinu, en henni var frjálst að skipta um félag vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Leikmaðurinn lék 14 leiki með Breiðabliki í Bestu deildinni og skoraði í þeim tvö mörk.

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 33 stig og í harðri baráttu við Stjörnuna um annað sætið og sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Stjarnan er tveimur stigum á eftir Kópavogsliðinu.  

mbl.is