Agla María snýr aftur – Karólína ekki með

Agla María Albertsdóttir hefur jafnað sig á meiðslum.
Agla María Albertsdóttir hefur jafnað sig á meiðslum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Agla María Albertsdóttir snýr aftur í leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn annaðhvort Portúgal eða Belgíu 11. október þar sem sæti á HM 2023 er undir.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er hins vegar ekki í hópnum þar sem hún er ennþá að glíma við meiðsli.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti í dag 23-manna leikmannahóp sinn fyrir komandi verkefni í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Portúgal og Belgía mætast 6. október í undanúrslitum umspilsins í Caldas de Vizela í Portúgal og Ísland mætir sigurvegaranum úr þeirri viðureign, annaðhvort í Portúgal eða Belgíu.

Landsliðshóp­ur Íslands:

Markverðir:
Sandra Sigurðardóttir - Valur - 47 leikir
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV - 1 leikur
Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R.

Aðrir leik­menn:
Elísa Viðarsdóttir - Valur - 49 leikir
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 18 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 107 leikir, 7 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 48 leikir
Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 21 leikur, 1 mark
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 10 leikir
Alexandra Jóhannsdóttir - Fiorentina - 28 leikir, 3 mörk
Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 144 leikir, 24 mörk
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 107 leikir, 37 mörk
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 95 leikir, 14 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 20 leikir, 3 mörk
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Paris SG - 68 leikir, 12 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir - Brann - 41 leikir, 2 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristanstads DFF - 8 leikir
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 24 leikir, 7 mörk
Elín Metta Jensen - Valur - 62 leikir, 16 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk
Ásdís Karen Halldórsdóttir - Valur - 1 leikur

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður ekki með í komandi verkefni.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður ekki með í komandi verkefni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert