Ekki alvarlegt hjá Söru Björk

Sara Björk Gunnarsdóttir er klár í slaginn.
Sara Björk Gunnarsdóttir er klár í slaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er klár í slaginn fyrir umspilið mikilvæga þar sem sæti á HM 2023 er undir.

Þetta tilkynnti Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag.

Sara Björk meiddist í upphitun fyrir leik Köge og Juventus í 2. umferð Meistaradeildarinnar í vikunni en til stóð að Sara Björk myndi byrja leikinn.

„Hún meiddist ekki beint heldur varð hún stíf þegar að hún var að hita upp,“ sagði Þorsteinn.

„Það var því tekin ákvörðun um að hún myndi ekki spila leikinn og að hún yrði frekar hvíld.

Hún er hins vegar klár í slaginn og það er ekkert vandamál,“ bætti Þorsteinn við.

mbl.is