Ísland mætir Venesúela í fyrsta sinn

Hákon Arnar Haraldsson, Birkir Bjarnason og Jón Dagur Þorsteinsson eru …
Hákon Arnar Haraldsson, Birkir Bjarnason og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í íslenska leikmannahópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag mætir Ísland liði Venesúela í vináttulandsleik í knattspyrnu karla. Leikurinn fer fram í Wiener Neustadt í Austurríki og hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. Ísland hefur aldrei áður mætt Venesúela í landsleik og því um fyrstu viðureign liðanna í sögunni að ræða í dag.

Aðeins ein breyting hefur verið gerð á íslenska leikmannahópnum frá því að hann var upphaflega tilkynntur þann 16. september. Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted þurfti skömmu síðar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla og kallaði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliða Breiðabliks, inn í hópinn í hans stað.

Eftir vináttulandsleikinn gegn Venesúela ferðast íslenska liðið til Albaníu, þar sem það mætir heimamönnum í lokaleik beggja liða næstkomandi þriðjudag. Sá leikur gæti reynst gífurlega mikilvægur í baráttunni um toppsæti riðils 2 í B-deild Þjóðadeildar UEFA.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert