Jón og Rakel láta af störfum

Rakel Logadóttir hefur látið af störfum hjá Fylki.
Rakel Logadóttir hefur látið af störfum hjá Fylki. mbl.is/Arnþór Birkisson

Jón Steindór Þorsteinsson og Rakel Logadóttir hafa látið af störfum sem þjálfarar kvennaliðs Fylkis í fótbolta.

Fylkir hafnaði í sjötta sæti 1. deildarinnar á leiktíðinni, en liðið endaði með 21 stig. Það voru vonbrigði þar á bæ, þar sem liðið féll úr efstu deild á síðasta ári og ætlaði sér beint aftur upp í deild þeirra bestu.

Liðið gerði níu jafntefli í átján deildarleikjum á nýliðinni leiktíð.

mbl.is