Svekkt með úrslitin

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, í baráttunni í leiknum í gær.
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, í baráttunni í leiknum í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar Vals eru með bakið upp við vegg í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Slavia Prag frá Tékklandi í fyrri leik liðanna í 2. umferð keppninnar á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær

„Ég er virkilega svekkt með þessi úrslit,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals í samtali við Morgunblaðið eftir tapið á Hlíðarenda í gær.

„Við vorum ekki nægilega ákveðnar í fyrri hálfleik en um leið og við byrjuðum að pressa þær þá settum við þær í vandræði. Þær áttu fullt í fangi með okkur í seinni hálfleik en því miður tókst okkur ekki að skora mark.

Við vitum hins vegar hvernig við eigum að mæta þeim núna og vonandi náum við að setja á þær nokkur mörk í seinni leiknum,“ sagði Elísa meðal annars í samtali við Morgunblaðið.

Nánari umfjöllun um leikinn má lesa á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert