Þetta var sanngjarn sigur

Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fyrst og fremst ánægður með sigurinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson í samtali við Viaplay eftir 1:0-sigur Íslands á Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í kvöld.

„Við erum rosalega ánægðir með að hafa haldið hreinu. Varnarleikurinn var heilt yfir mjög góður. Við vorum með stjórn á leiknum og þegar þú nærð stjórninni þá dettur þetta fyrir þig. Þetta var sanngjarn sigur,“ bætti hann við og hélt áfram:

„Mér fannst Davíð Kristján og Hörður standa sig vel í júní og voru að tengja vel saman. Aron og Gulli koma inn í þetta og mér fannst þeir vera góðir. Það var mikill talandi, mikil reynsla og mikil samskipti.“

Arnór Sigurðsson meiddist í fyrri hálfleik eftir að hafa orðið fyrir tæklingu en Arnar hefur ekki miklar áhyggjur af þeim meiðslum. „Þetta var högg og við vonumst til þess að þetta séu bara 2-3 dagar og hann verði klár í slaginn á þriðjudag,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert