Ásgeir Börkur kveður Fylki

Ásgeir Börkur Ásgeirsson leikur ekki með Fylki á næstu leiktíð.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson leikur ekki með Fylki á næstu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson er hættur í Fylki en liðið tryggði sér sæti í efstu deild á dögunum.

Þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is í dag.

Ásgeir Börkur, sem er 35 ára gamall, er uppalinn í Árbænum en hann gekk til liðs við félagið síðasta haust eftir þrjú ár í herbúðum HK.

Hann var fyrirliði Fylkis þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild sumarið 2017 en alls á hann að baki 196 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

Miðjumaðurinn átti ekki fast sæti í liði Árbæinga á nýliðnu keppnistímabili og spilaði einungis sjö leiki hjá liðinu í deildinni.

mbl.is
Loka