Góður varnarleikur en slakur sóknarleikur

Guðlaugur Victor Pálsson í baráttunni við Salomón Rondón.
Guðlaugur Victor Pálsson í baráttunni við Salomón Rondón. Ljósmynd/Andreas Karner

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sinn annan sigur á árinu er liðið lagði Venesúela í vináttulandsleik í Wiener Neustadt í Austurríki í gærkvöldi, 1:0. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sigurmarkið á 87. mínútu úr víti eftir að Þórir Jóhann Helgason var felldur innan teigs, en þeir komu báðir inn á sem varamenn í seinni hálfleik.

Góð innkoma Arons

Varnarleikur Íslands var flottur í gær og gaf liðið fá færi á sér. Fín pressa liðsins varð til þess að Venesúelamenn náðu ekki upp neinu spili og var mjög augljóst að innkoma Arons Einars Gunnarssonar gefur íslenska landsliðinu gríðarlega mikið. 

  • Birkir Bjarnason heldur áfram að bæta leikjametið með hverjum leiknum sem hann spilar. Hann er kominn með 111 landsleiki.

  • Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sitt annað landsliðsmark í 14. landsleiknum.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert