„Við létum ekki af störfum. Við vorum rekin!“

Rakel Logadóttir.
Rakel Logadóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Rakel Logadóttir, annar af fráfarandi þjálfurum kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu, setti inn áhugavert tíst á samfélagsmiðilinn Twitter í gærkvöldi.

Í gær sendi Fylkir frá sér fréttatilkynningu um að Rakel og Jón Steindór Þorsteinsson hefðu láti af störfum sem þjálfarar kvennaliðsins.

„Við létum ekki af störfum,“ skrifaði Rakel á Twitter.

„Við vorum rekin! Hressandi!“ bætti Rakel við en hún og Jón Steindór tóku við liðinu síðasta haust eftir að Fylkir féll úr efstu deild.

Undir þeirra stjórn hafnaði liðið í sjötta sæti 1. deildarinnar, Lengjudeildarinnar, með 21 stig.

mbl.is