Eyjakonur sóttu þrjú stig í Keflavík

Ameera Hussen (8)
Ameera Hussen (8) Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Keflavík fékk ÍBV í heimsókn í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Leiknum lauk með 2:1 sigri ÍBV.

Leikurinn hafði litla sem enga þýðingu fyrir bæði lið, nema þá að þau gátu komið sér fyrir örlítið ofar í deildinni.

Keflavík hafði endanlega sagt skilið við fall án þess þó að spila mínútu eftir að Afturelding tapaði gegn meisturum Vals í gær.

Vonin var því fyrir leik að spilaður yrði bullandi sóknarbolti og að alls kyns taktar myndu líta dagsins ljós. Það varð hins vegar ekki því það var fátt um fína drætti hjá báðum liðum í dag.

ÍBV vann leikinn nokkuð verðskuldað, var betri aðilinn allan leikinn og miklu meira með knöttinn. Það var fátt sem benti til þess að mörk yrðu yfirleitt skoruð í þessum leik þegar ÍBV hlóð í tvö slík með mínútu millibili í fyrri hálfleik.

Þar voru þær Ameera Hussan og Viktoria Zaicikova á ferðinni. Líkt og með þessi mörk þá kom mark Anítu Lindar Daníelsdóttur hjá Keflavík eftir að ÍBV hafði verið töluvert meira með knöttinn og í raun líklegri til afreka í markaskorun. 

Heilt yfir þá var þessi sigur ÍBV sanngjarn. Eyjakonur voru betri í leiknum þó svo að þær hafi ekki boðið upp á neinn glansbolta en mikill tími hjá liðunum fór fram á miðjusvæðunum milli vítateiga. Sigurinn breytir stöðu ÍBV ekkert í deildinni þar sem að Selfoss lagði Breiðablik og Keflavík stendur að sjálfsögðu í stað í 8. sæti deildarinnar. 

Keflavík 1:2 ÍBV opna loka
90. mín. Lana Osinina (ÍBV) kemur inn á
mbl.is