Þrír leikir í Bestu deild kvenna í dag – frestað á Akureyri

Selfoss tekur á móti Breiðablik í dag. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, …
Selfoss tekur á móti Breiðablik í dag. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, leikmaður Selfoss, í fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli í júní. mbl.is/Hákon Pálsson

Þrír leikir fara fram í Bestu deild kvenna í dag. Leik Þórs/KA og Stjörnunnar sem fram átti að fara á SaltPay-vellinum hefur verið frestað vegna veðurs. Keflavík tekur á móti ÍBV á HS Orku-vellinum, Selfoss fær Breiðablik í heimsókn á JÁVERK-völlinn og á AVIS-vellinum fer fram grannaslagur Þróttar Reykjavíkur og KR. Leikirnir hefjast allir klukkan 14.00.

Valur tryggði sér sem kunnugt er Íslandsmeistaratitilinn í gær, annað árið í röð, með útisigri á Aftureldingu 1:3. Valsstúlkur fá Íslandsmeistarabikarinn afhentan á heimavelli næsta laugardag eftir leikinn gegn Selfossi í lokaumferðinni.  

mbl.is