Mikilvæg stig í húfi í Tirana í kvöld

Ísak Bergmann Jóhannesson skorar sigurmarkið úr vítaspyrnu í vináttulandsleiknum gegn …
Ísak Bergmann Jóhannesson skorar sigurmarkið úr vítaspyrnu í vináttulandsleiknum gegn Venesúela á fimmtudag. Ljósmynd/Andreas Karner

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gæti í kvöld tryggt sér annað sætið í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildar UEFA þegar það mætir Albaníu í Tirana í lokaleik keppninnar.

Ísland hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlinum en Albanir eru með eitt stig eftir eitt jafntefli og tvo ósigra. Ísrael vann riðilinn eftir 2:1-sigur gegn Albaníu á föstudaginn. Rússar urðu neðstir og féllu niður í C-deild eftir að þeim var vikið úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Sigur eða jafntefli í kvöld gæti reynst íslenska liðinu dýrmætt þótt efsta sætið og A-deildin séu úr sögunni.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert