Þróttur vann fimm marka leik í Kópavogi

Taylor Ziemer með boltann gegn Þrótti.
Taylor Ziemer með boltann gegn Þrótti. mbl.is/Hákon Pálsson

Breiðablik og Þróttur mættust á Kópavogsvelli í dag í síðustu umferð Bestu deild kvenna 2022. Leikurinn endaði 3:2 fyrir Þrótt í spennandi leik.

Fyrir leikinn var ljóst að Blikastelpur þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á Meistaradeildarsæti. Stjarnan var með einu stigi fleiri en þær í 2. sæti og það munaði einu stigi. Blikastelpur þurftu því að vinna leikinn og vona að Stjarnan myndi ekki gera það sama.

Blikastelpur byrjuðu leikinn afleitt. Eftir aðeins tvær mínútur voru þær komnar 0:1 undir eftir mark frá Murphy Agnew. Eva í marki Blika sendi boltann beint á Danielle sem keyrir í átt að teig Blika, það er lokað á skot hjá henni en þá kemur hún með fullkomna sendingu fyrir framan Murphy sem kom honum í markið í fyrstu snertingu á vítateigslínunni. Staðan því 1:0 fyrir Þrótt.

Á 30. mínútu tvöfalda Þróttarar síðan forystu sína. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði það mark en hún var ein á móti markmanni eftir flotta sendingu frá Murphy, 2:0 fyrir Þrótt.

Nokkrum mínútum seinna komust Þróttarar í þriggja marka forystu eftir mark frá Danielle Marcano. Hún endaði tímabilið með 9 mörk og ofarlega í listanum af markahæstu leikmönnum deildarinnar. Þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 3:0 fyrir Þrótt.

Í seinni hálfleik gerðu Blikar tvær breytingar á liði sínu. Þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Írena Héðinsdóttir fóru af velli og inn á komu Clara Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Hálfdánsdóttir, einnig fór Natasha Anasi af miðjunni og í hafsent. 

Þær breytingar skiluðu sér sterklega en eftir aðeins tvær mínútur skoraði Hafrún í fyrstu snertingu sinni í leiknum. Boltinn datt fyrir hana á fjærstönginni eftir snertingu frá Írisi í marki Þrótt og þaðan kom hún honum inn. Staðan því 3:1.

Tíu mínútum síðar eftir kröftuga frammistöðu hjá báðum liðum kom Karítas Tómasdóttir með annað mark Blika í leiknum sem hún skoraði með skalla eftir hornspyrnu, 3:2 fyrir Þrótt. 

Um mínútu seinna skorar Ólöf aftur fyrir Þrótt en það mark dæmt af vegna rangstöðu. 

Stjarnan vann sinn leik svo þó að Blikar hefðu náð fram sigri í dag hefði það ekki dugað fyrir Meistaradeildarsæti og niðurstaðan því 3. sæti hjá Blikum og 4. hjá Þrótt. 

Breiðablik 2:3 Þróttur R. opna loka
90. mín. Stúkan lætur vel í sér heyra núna, stuðningsmenn beggja liða hvetja sína leikmenn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert