Geggjað að klára þetta

Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. mbl.is/Óttar

Logi Tómasson, leikmaður Víkings var sáttur eftir 3:2-sigur liðsins á FH í framlengdum úrslitaleik Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld.

„Það var bara geggjað að klára þetta. Það var svolítið mikið að fara í framlengingu fyrir minn smekk, ég fékk bara tvo daga til að undirbúa mig þar sem ég var með landsliðinu og var orðinn þreyttur í restina en maður þarf bara að klára svona leiki.“

Það var eðlilega kominn þreyta í Víkingsliðið þegar lítið var eftir og liðið að halda í eins marks forystu. Hvað hugsa menn í svoleiðis stöðu?

„Maður þarf bara að klára þetta. Bara þétta inn varnarlega og stoppa háu boltana. Við lokuðum þessu vel og annað markið sem þeir skora var grís. Þeir mættu okkur vel og þetta var erfiður leikur.“

Logi Tómasson.
Logi Tómasson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert