Garðbæingar vildu sannarlega til Evrópu

Katrín Ásbjörnsdóttir fagnar marki í dag.
Katrín Ásbjörnsdóttir fagnar marki í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Garðbæingar skiluðu sínu þegar Keflavík sótti þá heim í dag, þegar síðasta umferð efstu deildar kvenna fór fram, með öruggum 4:0 sigri, sem tryggði Stjörnunni 2. sætið í deildinni og um leið sæti í Evrópukeppninni með Val.  Til auka á hamingjuna í Garðbænum varð Jasmín Erla Ingadóttir markadrottning með 11 mörk.   Keflvíkingum, sem var spáð falli, luku mótinu í 8. sætinu.

Gyða Kristín Gunnarsdóttir lék laglega upp vinstri kantinn á 5. mínútu og komst upp að endalínu en Stjörnukonum tókst ekki að vinna úr framlagi hennar.  Fyrsta góða færið kom svo á 7. mínútu eftir þunga sókn Garðbæinga en þá var skallabolti Jazmínar Erlu varið á línu af varnarmanni.  Hún fékk reyndar mikið högg, fór útaf og hlúð að henni í 5 mínútur.   Eitthvað varð eftir að gefa og á 22. mínútu skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir af stuttu færi þegar hún var vel vakandi eftir að Aníta Ýr hafði enn og aftur byggt upp góða sókn á hægri kanti.  Aðeins mínútu síðar átti Sædís Rún Heiðarsdóttir þrumuskot að marki gestanna en boltinn fór rétt yfir slánna.   Eftir það róaðist leikurinn aðeins, öllu heldur var minna um góð færi enda höfðu Keflvíkingar breytt vörninni aðeins og stillt strengina.   Fimm mínútum fyrir leikhlé kom svo aftur marki, þegar hver önnur en Aníta Ýr spretti upp vinstri kantinn í þetta skiptið og gaf fyrir upp við endalínu á Katrínu, sem skallaði boltann í autt markið af stuttu færi.

Á 51. mínútu fékk Katrín upplagt færi þegar hún tók á sprett inn fyrir vörn Keflavíkur, náði boltanum og spilaði upp að Samönthu markverði en hún stökk fyrir og hirti boltann.  Illa farið með gott færi en því betur varið.   Katrínu gerði samt engin mistök á 54. mínútu þegar hún fylgdi eftir skoti Anítu Ýr og kom boltanum í markið er erfiðri stöðu.  Enn Aníta Ýr að skapa usla og staðan 3:0 en skömmu síðar fór Aníta Ýr af velli.  Þá var komið Jasmín Erlu þegar hún skoraði 11. markið sitt í deildinni, fékk þá boltann út í teig eftir þunga sókn og skaut yfir nokkra varnarmenn í slánna og niður í markið á 74. mínútu.

Baráttan um markadrottninguna tók óvæntan snúning því með sínum þremur mörkum náði Katrín að blanda sér í baráttuna en tókst þó ekki að skáka Jasmín Erlu, sem skoraði líka og þar með 11 mörk í deildinni í sumar.

Þegar upp er staðið eftir sumarið það því Stjarnan, sem nælir sér í 2. sæti deildarinnar nokkuð sannfærandi þó það hafi ekki virst vera svo í kortunum fyrr í sumar.  Keflavík er í 8. sætinu með fjögurra stiga forskot á Mosfellinga í því níunda, sem kostar sæti í efstu deild.

Stjarnan 4:0 Keflavík opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert