Víkingurinn skoraði átjánda markið

Óttar Magnús fagnar með ungum stuðningsmönnum.
Óttar Magnús fagnar með ungum stuðningsmönnum. Ljósmynd/Oakland Roots

Knattspyrnumaðurinn Óttar Magnús Karlsson var enn og aftur á skotskónum fyrir Oakland Roots er liðið fagnaði 2:1-heimasigri á Birmingham í nótt í næstefstu deild bandaríska fótboltans.

Mark Óttars kom á 24. mínútu er hann jafnaði í 1:1. Juan Azocar skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik.

Óttar er kominn með 18 mörk í deildinni á leiktíðinni en aðeins Milan Iloski, 21, og Phillip Goodrum, 19, hafa skorað fleiri.

Oakland er í sjötta sæti Vesturdeildarinnar og í miklum slag um sæti í úrslitakeppninni þegar tveimur leikjum er ólokið. Sjö efstu liðin fara áfram en aðeins þrjú stig eru í liðið í tíunda sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert