Elska að spila fótbolta

Aníta Ýr Þorvaldsdóttir á fleygiferð í leik Stjörnunnar og Keflavíkur …
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir á fleygiferð í leik Stjörnunnar og Keflavíkur um síðustu helgi. mbl.is/Óttar Geirsson

„Ég er ánægð með eigin frammistöðu á tímabilinu en það var náttúrlega leiðinlegt að ná ekki meira af því en þetta. Annars er ég bara ánægð með að vera komin aftur,“ sagði Aníta Ýr Þorvaldsdóttir, kantmaður Stjörnunnar í knattspyrnu kvenna, í samtali við Morgunblaðið.

Hún lék frábærlega með liðinu síðari hluta tímabilsins og hjálpaði því að krækja í 2. sæti Bestu deildar kvenna, sem gaf Garðabæjarliðinu sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili þar sem það náði að komast upp fyrir Breiðablik á lokasprettinum.

„Það var frábært að ná því. Þetta er geggjað lið og geggjað að ná þessu. Þetta var markmiðið hjá okkur og við erum ánægðar með að það hafi náðst,“ sagði Aníta, sem er leikmaður septembermánaðar samkvæmt M-gjöf Morgunblaðsins.

Viðtalið má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert