Murphy var best í 18. umferð

Murphy Agnew var best í 18. umferð.
Murphy Agnew var best í 18. umferð. Ljósmynd/Þróttur R.

Bandaríska knattspyrnukonan Murphy Agnew var besti leikmaðurinn í 18. og síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Murphy fékk tvö M fyrir frammistöðu sína með Þrótti í óvæntum sigri gegn Breiðabliki, 3:2, í lokaumferðinni á laugardaginn. Hún skoraði fyrsta mark Þróttar og lagði upp annað markið fyrir Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur.

Þær Ólöf og Danielle Marcano, samherjar Murphy, fengu líka 2 M fyrir sína frammistöðu og þá einkunn fengu líka Olga Sevcova og Ameera Hussen, leikmenn ÍBV, eftir sigur á Aftureldingu, 3:0.

Þessar fimm eru allar í síðasta úrvalsliði umferðar á tímabilinu 2022 sem má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »