Tveir úr KR og tveir úr Fram í bann

Óskar Jónsson fékk rautt spjald gegn Leikni í gær og …
Óskar Jónsson fékk rautt spjald gegn Leikni í gær og er kominn í bann. mbl.is/Óttar Geirsson

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ birti í dag lista yfir leikmenn sem eru komnir í leikbann í Bestu deild karla í fótbolta.

Framararnir Jannik Pohl og Óskar Jónsson eru komnir í eins leiks bann. Pohl fyrir fjögur gul spjöld á leiktíðinni og Óskar fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Leikni úr Reykjavík á sunnudag.

Grétar Snær Gunnarsson og Stefán Árni Geirsson hjá KR eru einnig komnir í bann, báðir fyrir fjögur gul spjöld á leiktíðinni.

Guðmundur Kristjánsson úr FH, Oliver Stefánsson hjá ÍA, Keflavíkingurinn Joey Gibbs og Þórarinn Ingi Valdimarsson í Stjörnunni eru einnig allir komnir í eins leiks bann.

Þá er nýkrýndi bikarmeistarinn Pablo Punyed kominn í eins leiks bann í bikarkeppninni vegna tveggja áminninga. Hann verður því í banni í 1. umferð Víkinga í bikarnum á næstu leiktíð.

Einn leikmaður úr Bestu deild kvenna er komin í bann. Hildur Karítas Gunnarsdóttir leikur ekki fyrsta leik næstu leiktíðar, en hún er sem stendur leikmaður Aftureldingar sem féll úr efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert