Annað liðið til að skora 60 mörk í deildinni

Nikolaj Hansen skorar 60. mark Víkings í deildinni í ár …
Nikolaj Hansen skorar 60. mark Víkings í deildinni í ár og jafnar metin í 2:2. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Víkingar urðu í kvöld annað liðið í sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu til að skora 60 mörk í efstu deild karla þegar þeir sigruðu Valsmenn 3:2 á ævintýralegan hátt á Víkingsvellinum.

Þeir hafa þar með skorað 61 mark í 23 leikjum í Bestu deildinni í vetur og vantar eitt mark enn til að jafna markametið sem Skagamenn settu árið 1993. Þá skoraði ÍA 62 mörk í aðeins 18 leikjum.

Sextugasta markið á tímabilinu var jöfnunarmarkið frá Nikolaj Hansen á 84. mínútu en tveimur mínútum síðar tryggði Danijel Dejan Djuric sigur Víkings með öðru marki sínu á lokakafla leiksins.

Allt stefnir í að Breiðablik verði þriðja liðið til að ná 60 mörkum en Kópavogsliðið er komið með 58 mörk þegar fjórum umferðum er enn ólokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert