Hættir með Leikni og fer í Val

Sigurður Heiðar Höskuldsson hættir með Leikni og fer í Val.
Sigurður Heiðar Höskuldsson hættir með Leikni og fer í Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnuþjálfarinn Sigurður Heiðar Höskuldsson hættir þjálfun karlaliðs Leiknis eftir tímabilið og gengur í raðir Vals, þar sem hann verður í þjálfarateymi Arnars Grétarssonar hjá karlaliði félagsins.

Fótbolti.net greinir frá. Sigurður tók við Leikni um mitt sumarið 2019 og fór með liðið upp í efstu deild ári síðar. Þar hélt liðið sæti sínu í deildinni á síðustu leiktíð undir stjórn Sigurðar.

Leiknismenn eru nú einu stigi fyrir ofan fallsæti, þegar fjórar umferðir eru eftir.

Arnar Grétarsson yfirgaf KA á dögunum og verður hann að öllum líkindum næsti þjálfari Vals og mun Sigurður Heiðar vera honum til halds og trausts.

mbl.is