Fjórir nýliðar og 100. landsleikur Arons

Arnar Þór Viðarsson er með óreynt lið gegn Sádi-Arabíu í …
Arnar Þór Viðarsson er með óreynt lið gegn Sádi-Arabíu í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu teflir fram fjórum nýliðum í byrjunarliðinu í vináttulandsleiknum gegn Sádi-Arabíu sem hefst í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum klukkan 12.

Aron Einar Gunnarsson verður þó í liði Íslands og spilar sinn 100. landsleik en hann er aðeins sá  fjórði að ná því á eftir Birki Bjarnasyni, Rúnari Kristinssyni og Birki Má Sævarssyni.

Ísak Snær Þorvaldsson, Dagur Dan Þórhallsson, Jónatan Ingi Jónsson og Róbert Orri Þorkelsson leika sinn fyrsta A-landsleik.

Rúnar Þór Sigurgeirsson og Valdimar Þór Ingimundarson leika sinn annan landsleik og þeir Hákon Rafn Valdimarsson og Damir Muminovic leika sinn þriðja landsleik.

Lið Íslands:

Mark:
Hákon Rafn Valdimarsson, Elfsborg

Vörn:
Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki
Damir Muminovic, Breiðabliki
Róbert Orri Þorkelsson, CF Montréal
Rúnar Þór Sigurgeirsson, Keflavík

Miðja:
Aron Einar Gunnarsson Al-Arabi
Dagur Dan Þórhallsson, Breiðabliki
Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki

Sókn:
Jónatan Ingi Jónsson, Sogndal
Óttar Magnús Karlsson, Oakland Roots
Valdimar Þór Ingimundarson, Sogndal

Varamenn:
Frederik Schram, Val
Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík
Hörður Ingi Gunnarsson, Sogndal
Viktor Örlygur Andrason, Víkingi
Júlíus Magnússon, Víkingi
Viktor Örn Margeirsson, Breiðabliki
Logi Tómasson, Víkingi
Jason Daði Svanþórsson, Breiðabliki
Daníel Hafsteinsson, KA
Danijel Dejan Djuric, Víkingi
Viktor Karl Einarsson, Breiðabliki
Bjarki Steinn Bjarkason, Venezia

mbl.is