Sverrir Ingi snýr aftur í landsliðið

Sverrir Ingi Ingason snýr aftur í landsliðið eftir langa fjarveru.
Sverrir Ingi Ingason snýr aftur í landsliðið eftir langa fjarveru. AFP

Sverrir Ingi Ingason snýr aftur í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem tekur þátt í Eystrasaltsbikarnum í nóvember.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, valdi 23 leikmenn fyrir verkefnið en hópurinn var opinberaður á heimasíðu KSÍ í dag.

Ásamt Sverrir Inga er Jóhann Berg Guðmundsson einnig í hópnum en þeir hafa báðir verið fjarverandi í síðustu verkefnum liðsins.

Arnar Þór gerir þrjár breytingar frá leikmannahópnum sem mætti Venesúela og Albaníu í september en þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Alfreð Finnbogason og Hjörtur Hermannsson eru allir meiddir. Ásamt Sverri Inga og Jóhanni Berg kemur Valgeir Lundal einnig inn í hópinn.

Eistland, Lettland, Litháen og Ísland taka þátt í mótinu em fyrsti leikur liðsins verður gegn Litháen 16. nóvember og annaðhvort Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember. Leikið verður í Lettlandi og Litháen.

Leikmannahópur Íslands:

Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 19 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir
Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir
Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 43 leikir, 2 mörk
Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 11 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk
Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 9 leikir
Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 39 leikir, 3 mörk
Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 3 leikir
Aron Elís Þrándarson - OB - 15 leikir, 1 mark
Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 23 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 13 leikir, 1 mark
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 15 leikir, 2 mörk
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 14 leikir, 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 23 leikir, 4 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 5 leikir
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 112 leikir, 15 mörk
Mikael Neville Anderson - AGF - 16 leikir, 2 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 8 leikir
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 81 leikur, 8 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark
Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 11 leikir, 2 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert