Fyrir mér er dómgæsla ekki starf heldur ástríða

Twana Khalid Ahmad fylgist grannt með Hönnuh Tillett hjá KR …
Twana Khalid Ahmad fylgist grannt með Hönnuh Tillett hjá KR og Ameeru Hussen hjá ÍBV í leik liðanna á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Twana Khalid Ahmad var besti dómari Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á tímabilinu 2022 samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Morgunblaðið gaf dómaraeinkunnir eftir alla leiki í deildinni og þar reyndist Twana vera með afgerandi hæstu einkunnirnar fyrir leikina tíu sem hann dæmdi. Var meðaleinkunn hans 8,10 og það á fyrsta tímabili Twana sem dómari í deildinni.

„Ég var mjög ánægður með frammistöðu mína. Þetta var annað tímabil mitt sem landsdómari. Ég veit að ég bý yfir reynslu en ég reyni alltaf að bæta mig, nánast stanslaust, og gera mitt besta hvern einasta dag. Ég fékk að dæma tvo leiki í Lengjudeild karla sem var mjög gott fyrir mig, kannski fæ ég fleiri leiki þar á næsta tímabili. Ég hlakka til að fá að dæma minn fyrsta leik í Bestu deild karla,“ sagði Twana í samtali við Morgunblaðið.

Þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans var Twana staddur í Svíþjóð í vinnuferð en var hins vegar ekkert á því að slá slöku við í undirbúningi fyrir næsta tímabil.

Stanslausar æfingar

„Tímabilið er búið og óumflýjanlega taka flestir sér 2-3 vikur til að hvíla sig en hjá mér er þetta stanslaus vinna. Ég kom ekki hingað til Svíþjóðar til þess að fara í frí, ég kom hingað vegna vinnu en það eru líka stanslausar æfingar hjá mér. Ég held áfram og reyni að vera enn tilbúnari fyrir næsta tímabil,“ sagði hann ákveðinn.

Viðtalið við Twana má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert