Skiptir um félag á Akureyri

Harley Willard í leik með Þórsurum gegn HK í sumar.
Harley Willard í leik með Þórsurum gegn HK í sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Harley Willard er genginn til liðs við KA á Akureyri en hann kemur til félagsins frá Þór á Akureyri.

Þetta tilkynnti KA á heimasíðu sinni í dag en Willard, sem er 25 ára gamall, rifti samningi sínum við Þórsara á dögunum.

Sóknarmaðurinn er fæddur í Skotlandi en hann hefur leikið á Íslandi frá árinu 2019 með Víkingi frá Ólafsvík og Þór á Akureyri.

Hann á að baki 84 leiki í 1. deildinni þar sem hann hefur skorað 38 mörk en hann var hluti af unglingaakademíum Arsenal og Southampton á sínum yngri árum.

mbl.is