Höskuldur fyrirliði í Suður-Kóreu

Höskuldur Gunnlaugsson leikur sinn sjöunda A-landsleik í dag.
Höskuldur Gunnlaugsson leikur sinn sjöunda A-landsleik í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Höskuldur Gunnlaugsson verður fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það mætir Suður-Kóreu í vináttulandsleik í Hwaseong í Suður-Kóreu klukkan 11.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti byrjunarlið sitt fyrir leikinn rétt í þessu en Frederik Schram stendur á milli stanganna hjá íslenska liðinu.

Daniel Dejan Djuric er að leika sinn fyrsta A-landsleik en alls gerir Arnar Þór sjö breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Sádi-Arabíu í Abú Dabí á sunnudaginn.

Höskuldur, Damir Muminovic, Róbert Orri Þorkelsson og Óttar Magnús Karlsson halda allir sætum sínum í byrjunarliðinu.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Frederik Schram.

Varnarmenn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Róbert Orri Þorkelsson, Hörður Ingi Gunnarsson.

Miðjumenn: Júlíus Magnússon, Viktor Karl Einarsson, Viktor Örlyg Andrason.

Sóknarmenn: Bjarki Steinn Bjarkason, Danijel Dejan Djuric, Óttar Magnús Karlsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert