Unnu riðilinn með fimmtán mörkum gegn engu

Sædís Rún Heiðarsdóttir leiðir lið Íslands út á völlinn í …
Sædís Rún Heiðarsdóttir leiðir lið Íslands út á völlinn í dag. Ljósmynd/Skjáskot KSÍ/Instagram

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann Litháen 3:0 í lokaleik sínum í B-deild undankeppni Evrópumótsins í Vilnius í dag.

Íslensku stúlkurnar höfðu þegar tryggt sér efsta sætið eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum og leikur í A-deild í seinni hluta undankeppninnar næsta vor en þá verður leikið um sæti í lokakeppninni í Belgíu.

Mörk Íslands skoruðu þær Sædís Rún Heiðarsdóttir og Amelía Rún Fjeldsted í seinni hálfleik en eitt marka Íslands var sjálfsmark heimakvenna.

Ísland fékk níu stig úr þremur leikjum og fékk ekki á sig mark í riðlinum en liðið lauk keppni með markatöluna 15:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert