Menn höguðu sér eins og hálfvitar

„Við ákváðum að hittast allir og horfa á leikinn saman,“ sagði Viktor Örn Margeirsson, nýkrýndur Íslandsmeistari með karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Viktor Örn, sem er 28 ára gamall, varð Íslandsmeistari heima í stofu ef svo má segja hinn 10. október.

Víkingur úr Reykjavík tapaði þá á útivelli gegn Stjörnunni en tapið þýddi að Víkingar, sem voru í öðru sæti deildarinnar, gátu ekki náð Breiðabliki að stigum fyrir síðustu þrjár umferðirnar.

„Ég var farinn að skjálfa á 80. mínútu og tilfinningin var ólýsanleg þegar dómarinn flautaði til leiksloka í Garðabæ,“ sagði Viktor.

„Menn dönsuðu og sungu og höguðu sér eins og hálfvitar innan hópsins, sem var mjög fallegt,“ sagði Viktor meðal annars.

Viðtalið við Viktor Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert