„Þetta var djöfull erfitt“

„Maður hefur alveg spurt sjálfan sig spurninga í gegnum ferilinn,“ sagði Viktor Örn Margeirsson, nýkrýndur Íslandsmeistari með karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Viktor Örn, sem er 28 ára gamall, er uppalinn hjá Breiðabliki en hann hefur meðal annars leikið með Augnabliki, HK og ÍA á ferlinum.

Hann þurfti að bíða lengi eftir tækifærinu með Breiðabliki og festi sig í raun ekki í sessi hjá félaginu fyrr en að Ágúst Gylfason tók við Blikum árið 2018.

„Þetta var djöfull erfitt árið 2017 og ég var þreyttur þá,“ sagði Viktor.

„Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér og fundist ég eiga erindi í þetta,“ sagði Viktor meðal annars.

Viðtalið við Viktor Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert