Einar Karl til Grindavíkur

Einar Karl Ingvarsson í leik með Grindavík gegn Þrótti úr …
Einar Karl Ingvarsson í leik með Grindavík gegn Þrótti úr Reykjavík sumarið 2014. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Karl Ingvarsson hefur samið við knattspyrnudeild Grindavíkur um að leika með félaginu út tímabilið 2024.

Einar Karl, sem er 29 ára miðjumaður, hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Stjörnunni eftir að hafa leikið með Val um langt skeið þar á undan.

Hann er uppalinn hjá FH og hefur einnig leikið sem lánsmaður hjá Fjölni og Grindavík, þar sem hann lék níu leiki og skoraði eitt mark í næstefstu deild sumarið 2014.

Grindavík leikur einmitt í næstefstu deild, Lengjudeildinni, á næsta tímabili og hefur raunar gert undanfarin þrjú tímabil.

Einar Karl hefur leikið 160 leiki í efstu deild, flesta fyrir Val, og skorað í þeim 14 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert