Hólmar í þjálfarateymi KA

Hólmar Örn Rúnarsson er kominn í þjálfarateymi KA.
Hólmar Örn Rúnarsson er kominn í þjálfarateymi KA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnudeild KA hefur gengið frá ráðningu á Hólmari Erni Rúnarssyni og kemur hann inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá félaginu, ásamt því að þjálfa 2. flokk.

Hólmar lék með Keflavík, FH, Víði og Njarðvík á leikmannaferlinum. Hann þjálfari Njarðvík með Bjarna Jóhannssyni, en hætti eftir að Arnar Hallsson tók við.

Samningur Hólmars við KA gildir til tveggja ára. Verður hann Hallgrími Jónassyni til halds og traust, en Hallgrímur tók við af Arnari Grétarssyni á dögunum, þar sem Arnar samdi við Val.  

mbl.is