Fimm erlendir yfirgefa Grindavík

Juanra Martínez er einn þeirra sem hafa yfirgefið Grindavík.
Juanra Martínez er einn þeirra sem hafa yfirgefið Grindavík. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Grindavík mætir með mikið breytt lið til leiks í 1. deild karla í fótbolta á næstu leiktíð, því félagið tilkynnti í dag að sex leikmenn hafi yfirgefið félagið.

Á meðal þeirra eru allir fimm erlendu leikmenn félagsins, sem léku með því á síðustu leiktíð. Josip Zeba, Juan Martinez, Kairo Edwards John, Kenan Turudija og Vladimir Dimitrovski munu því ekki leika með Grindvíkingum á næstu leiktíð.

Þá hefur hinn uppaldi Hilmar Andrew McShane einnig yfirgefið Grindvíkinga og í gær var tilkynnt að Aron Jóhannsson væri kominn til Fram. Félagið samdi á dögunum við þá Kristófer Konráðsson og Einar Karl Ingvarsson.

Helgi Sigurðsson tók við Grindavík á dögunum. Liðið hafnaði í sjötta sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert