Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, og Barnaheill hafa farið af stað með samstarfsverkefnið „Verndarar barna.“
Í því er fólgið að sérfræðingur frá Barnaheillum heimsækir knattspyrnufélög um allt land og fræðir hlutaðeigandi.
„Við erum með námskeiðið „Verndarar barna,“ sem er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi á börnum.
Markmiðið er að upplýsa alla innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi, þjálfara, starfsfólk, foreldra og aðra sem hafa áhuga, hvernig við ætlum að koma í veg fyrir ofbeldi.
Þekkja vísbendingarnar ef ofbeldi er að eiga sér stað,“ sagði Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri „Verndara barna“ hjá Barnaheillum, í myndskeiði sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum sínum.