Áfram í Kópavoginum

Hildur Þóra Hákonardóttir.
Hildur Þóra Hákonardóttir. Ljósmynd/Breiðablik

Knattspyrnukonan Hildur Þóra Hákonardóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik til næstu tveggja ára.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en samningurinn gildir út keppnistímabilið 2024.

Hildur Þóra, sem er 21 árs gömul, er uppalinn í Kópavoginum og hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu; árin 2018 og 2020.

Alls á hún að baki 40 leiki með Blikum í efstu deild og þá á hún að baki 25 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

„Það er mikið fagnaðarefni að Hildur Þóra sé búin að skrifa undir nýjan samning við Breiðablik og við hlökkum til að sjá hana á vellinum í sumar,“ segir meðal annars í tilkynningu Blika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert