Blikar fá efnilegan varnarmann

Mikaela Nótt Pétursdóttir er komin í Breiðablik.
Mikaela Nótt Pétursdóttir er komin í Breiðablik. Ljósmynd/blikar.is

Mikaela Nótt Pétursdóttir, leikmaður U19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu, er komin til liðs við Breiðablik frá Haukum.

Mikaela er 18 ára gömul og hefur leikið 38 leiki í 1. deild með Haukum á árunum 2019 til 2021. Hún var í láni hjá Val í ár og lék fjóra leiki í Bestu deildinni og einn í  bikarkeppninni með Hlíðarendaliðinu sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari 2022.

Mikaela á að baki 17 leiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is