Erfiðasta ákvörðunin á ferlinum

Katrín Ásbjörnsdóttir ásamt Ásmundi Arnarssyni, þjálfara Breiðabliks.
Katrín Ásbjörnsdóttir ásamt Ásmundi Arnarssyni, þjálfara Breiðabliks. Ljósmynd/Breiðablik

„Þetta átti sér langan aðdraganda,“ sagði knattspyrnukonan Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Morgunblaðið, um þá ákvörðun að skipta úr Stjörnunni í Breiðablik á dögunum.

Katrín átti gott tímabil með Stjörnunni og skoraði níu mörk í sextán deildarleikjum. Þá endaði liðið í öðru sæti Bestu deildarinnar og tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir vikið.

„Það var ætlunin að vera áfram hjá Stjörnunni. Mér leið vel þar, það gekk vel og við náðum Evrópusæti. Ég vildi vera þar áfram, en ég átti uppsagnarákvæði í samningnum, sem ég vildi nýta til að setja mig í góða samningastöðu.

Ég vildi betri samning. Við byrjuðum að ræða saman og áttum góða fundi saman, en svo kom Breiðablik inn í þetta. Ég ræddi við Blikana líka og mér fannst þeirra plan virkilega spennandi. Þeir líta á síðasta tímabil sem vonbrigði og þeir vilja gera betur,“ útskýrði Katrín.

Hún viðurkennir að það sé erfitt að yfirgefa Stjörnuna, þar sem hún lék fyrst frá 2016 til 2018 og svo aftur síðustu tvö tímabil. Á sama tíma er hún spennt fyrir komandi tímum hjá Breiðabliki, sem hefur verið á meðal bestu liða landsins í áraraðir.

„Þetta var ótrúlega erfitt allt saman, erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ferlinum,“ sagði Katrín m.a. 

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert