Framlengdi við Framara

Hlynur Atli Magnússon.
Hlynur Atli Magnússon. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Hlynur Atli Magnússon hefur framlengt samning sinn við Fram til næstu tveggja ára.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag en samningurinn gildir út keppnistímabilið 2024.

Varnarmaðurinn, sem er 32 ára gamall, er uppalinn hjá Fram og hefur leikið allan sinn feril með félaginu, að undanskildum árunum 2013 og 2014, þar sem hann lék með Þór á Akureyri. Hann er fyrirliði Framara og spilaði 24 af 27 leikjum þeirra í Bestu deildinni á þessu ári.

Alls á hann að baki 112 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað fimm mörk.

Hlynur hefur leikið 249 leiki fyrir félagið sem gerir hann þann 11. leikjahæsta í sögu Framara, hann er því aðeins 23 leikjum frá því að komast inn á lista 10 leikjahæstu leikmanna Fram frá upphafi,“ segir meðal annars í tilkynningu Framara.

mbl.is