Slóveni til liðs við Grindvíkinga

Marko Vardic.
Marko Vardic. Ljósmynd/UMFG

Marko Vardic, slóvenskur knattspyrnumaður, er genginn til liðs við Grindvíkinga og leikur með þeim á næsta keppnistímabili.

Vardic er 27 ára gamall miðvörður eða varnartengiliður og kemur frá B-deildarliðinu Triglav í heimalandi sínu. Hann hefur leikið í þeirri deild megnið af sínum ferli en einnig leikið í belgísku C-deildinni með Geel og Patro Eisden. Þá var hann í hálft ár í röðum Eintracht Trier í þýsku D-deildinni.

Á heimasíðu Grindvíkinga segir að Vardic hafi komið til reynslu í nóvember og hafi heillað þjálfara og forráðamenn félagsins.

mbl.is