Snýr aftur til uppeldisfélagsins

Bjarni Gunnarsson er mættur aftur heim í Fjölni.
Bjarni Gunnarsson er mættur aftur heim í Fjölni. Ljósmynd/Fjölnir

Knattspyrnumaðurinn Bjarni Gunnarsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Fjölni á nýjan leik.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Bjarni, sem er 29 ára gamall, hefur leikið með HK í Kópavogi frá árinu 2016. Hann hefur misst af stórum hluta tveggja síðustu tímabila vegna meiðsla og náði aðeins að leika tvo leiki með HK í 1. deildinni á síðasta tímabili.

Hann hefur einnig leikið með ÍBV á ferlinum en alls á hann að baki 80 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað sex mörk.

Bjarni sem er uppalinn Fjölnismaður snýr aftur í Grafarvoginn eftir tíu ára fjarveru,“ segir meðal annars í tilkynningu Fjölnismanna sem höfnuðu í fjórða sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.

mbl.is