Vorkenni þeim í hvert einasta skipti

„Ég vorkenni þeim í hvert einasta skipti sem ég hitti þá þó þeir séu allir mjög brattir og flottir,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.

Gengi íslenska liðsins í ár var upp og ofan en liðið hefur leik í undankeppni EM 2024 á næsta ári.

Þar leikur Ísland með Portúgal, Bosníu, Slóvakíu, Lúxemborg og Liechtenstein og vilja margir sjá íslenska liðið berjast um annað sæti riðilsins.

„Að koma inn í landsliðið, undir þessum kringumstæðum, eftir allt sem á undan er gengið,“ sagði Edda.

„Það er verið að gagnrýna árangurinn og þjálfarann og þetta er allt á frekar neikvæðum forsendum,“ bætti Edda Sif við.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Íslenska karlalandsliðið er að ganga í gegnum mikla endurnýjun.
Íslenska karlalandsliðið er að ganga í gegnum mikla endurnýjun. Ljósmynd/KSÍ
mbl.is