Brautryðjandi og fyrirmynd

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur leikið sinn síðasta landsleik.
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur leikið sinn síðasta landsleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrir tæpum sextán árum var ég í Dravograd í Slóveníu að fylgjast með leik kvennalandsliðsins í fótbolta. Undir lokin kom sextán ára stúlka sem ég hafði aldrei áður séð spila inn á sem varamaður.

Sara Björk Gunnarsdóttir var þarna leikmaður 1. deildar liðs Hauka og nýstigin upp úr alvarlegum meiðslum. Varla hefur nokkurn grunað á þessum tímapunkti að þarna væri á ferð verðandi landsliðsfyrirliði, methafi í landsleikjum og fyrirmynd íslenskra fótboltastúlkna.

Sara tilkynnti í gær að hún væri hætt að leika með landsliði Íslands en á þessum sextán árum eru leikirnir orðnir 145 og mörkin 24. Sem sagt leikjahæst allra og sú fjórða markahæsta.

En Sara skilur meira eftir sig hjá landsliði Íslands en tölur á blaði. Hún hefur verið brautryðjandi á svo mörgum sviðum.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert