Kristján til liðs við Þórsara

Kristján Atli Marteinsson, til vinstri, í leik með Aftureldingu gegn …
Kristján Atli Marteinsson, til vinstri, í leik með Aftureldingu gegn Þór. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Knattspyrnumaðurinn Kristján Atli Marteinsson, sem lék með Kórdrengjum í 1. deildinni á síðasta tímabili, er genginn til liðs við Þórsara á Akureyri.

Kristján er 26 ára gamall miðjumaður  sem spilaði 16 leiki með Kórdrengjum í 1. deild í fyrra en lék áður með Aftureldingu, Magna, Fram, Selfossi, Fjarðabyggð og HK. Hann á að baki 117 leiki í 1. og 2. deild og hefur skorað í þeim níu mörk.

mbl.is