Dani í markið hjá Keflavík

Mathias Rosenörn leikur með Keflavík í Bestu deildinni á komandi …
Mathias Rosenörn leikur með Keflavík í Bestu deildinni á komandi keppnistímabili. Ljósmynd/@KI_Klaksvik

Markvörðurinn Mathias Rosenörn er genginn til liðs við Keflavík og mun hann leika með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi keppnistímabili.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Rosenörn, sem er fæddur árið 1993, kemur til félagsins frá KÍ Klaksvík þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú tímabil. 

Markvörðurinn, sem er danskur, er uppalinn hjá Esbjerg í heimalandinu en hann var meðal annars valinn besti markvörður færeysku deildarinnar á tíma sínum hjá KÍ Klaksvík.

Við erum svo sannarlega spennt að fà Mathias til okkar í deild þeirra bestu,“ segir meðal annars í tilkynningu Keflvíkinga.

mbl.is