Fyrirliðinn verður áfram í Eyjum

Haley Thomas leikur áfram með ÍBV.
Haley Thomas leikur áfram með ÍBV. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bandaríska knattspyrnukonan Haley Thomas sem var fyrirliði ÍBV á síðasta tímabili hefur samið við Eyjamenn á ný um að leika áfram með liðinu á komandi tímabili.

Thomas er 23 ára miðvörður og var kjörin leikmaður ársins hjá ÍBV árið 2022 en það var hennar fyrsta tímabil með liðinu eftir að hafa útskrifast frá Weber State-háskóla í Bandaríkjunum.

Hún lék alla 18 leiki ÍBV í Bestu deildinni á síðasta ári og skoraði eitt mark fyrir liðið í bikarkeppninni, gegn Stjörnunni.

mbl.is