Fyrirliðinn áfram í Keflavík

Kristrún Ýr Holm í baráttu við Ídu Marín Hermannsdóttur í …
Kristrún Ýr Holm í baráttu við Ídu Marín Hermannsdóttur í leik Keflavík og Vals á síðasta tímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélagið. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2025.

Kristrún Ýr, sem er 27 ára gömul, hefur leikið með Keflavík allan sinn feril þar sem hún hefur leikið 50 leiki í efstu deild og skorað þrjú mörk og 89 leiki í B-deild, þar sem hún skoraði fjögur mörk..

„Við erum svo sannarlega stolt af því að njóta krafta og leiðtogahæfileika hennar áfram hjá okkur. Kristrún er svo sannarlega sannur Keflvíkingur,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudeild Keflavíkur.

mbl.is