Ásgeir áfram í Keflavík

Ásgeir Páll Magnússon.
Ásgeir Páll Magnússon. Ljósmynd/Keflavík

Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Páll Magnússon hefur framlengt samning sinn við Keflavík til ársins 2025. 

Ásgeir er 22 ára gamall vinstri bakvörður sem kom til Keflavíkur frá Leikni Fáskrúðsfirði fyrir síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í 14 leikjum hjá Suðurnesjafélaginu á síðasta tímabili og á að auki yfir 100 meistaraflokksleiki með Leikni F.

„Við höfum alltaf fengið góðar sendingar frá Austfjörðum og Ásgeir Páll er enginn undantekning þar,“ sagði félagið meðal annars í tilkynningu á Facebook-síðu sinni.

mbl.is