Draumur er að rætast

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin aftur til Stjörnunnar.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin aftur til Stjörnunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er mætt aftur heim í Garðabæinn eftir ellefu ár í atvinnumennsku en hún skrifaði í vikunni undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt Stjörnuna.

Gunnhildur Yrsa, sem er 34 ára gömul, hefur undanfarin fjögur tímabil leikið í bandarísku atvinnumannadeildinni með Utah Royals annars vegar í tvö tímabil og svo með Orlando Pride.

Hún hélt út í atvinnumennsku árið 2013 þegar hún samdi við Arnar-Björnar í Noregi en hún hefur einnig leikið með norsku liðunum Grand Bodö, Stabæk og Vålerenga, ásamt því að leika með Adelaide United í Ástralíu í einu vetrarfríanna í Bandaríkjunum.

Haldið góðu sambandi

„Það er geggjað að vera mætt aftur heim í Garðabæinn,“ sagði Gunnhildur Yrsa í samtali við Morgunblaðið.

„Ég talaði alltaf um það, þegar ég hélt út í atvinnumennsku, að ég myndi snúa aftur í Stjörnuna þegar ég kæmi heim. Ég bjóst reyndar alls ekki við því að vera svona lengi úti en það er ákveðinn draumur að rætast hjá mér núna þar sem ég ætla mér að ljúka ferlinum þar sem hann byrjaði, hjá Stjörnunni.

Ég hef haldið mjög góðu sambandi við félagið frá því að ég fór fyrst út og ég heyri reglulega í forráðamönnum félagsins. Ég heyrði í þeim í október á síðasta ári og ég tek svo ákvörðun um að koma aftur heim núna í janúar. Þetta var réttur tímapunktur þar sem ég vildi minnka álagið á líkamann enda er maður ekki beint að yngjast neitt með árunum,“ sagði Gunnhildur Yrsa.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í ag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »